Um Villimey

Áhugi Aðalbjargar Þorsteinsdóttur á jurtum og áhrifamætti þeirra vaknaði snemma. Nálægðin við stórbrotna náttúru Vestfjarða hafði þau áhrif að frá blautu barnsbeini hefur hún trúað á töframátt jurtanna.


Aðalbjörg hefur þróað uppskriftirnar sjálf, en þær eru sóttar í vísdóm og verkkunnáttu, hefðir og sögusagnir sem gengið hafa mann fram af manni á Íslandi öldum saman.

Þróun og framleiðsla á vörum Villimeyjar hefur staðið frá 1990.


Vörurnar og galdurinn á bak við virknina

Jurtir hafa frá fornu fari verið notaðar til lækninga. Aðalbjörg gætir þess í hvívetna að velja villtar jurtir sem vaxa í næringarríkum jarðvegi og fá hreint loft og tært vatn, þannig að bestu eiginleikar og einstök virkni nýtist til fullnustu. Allar vörur frá Villimey eru unnar úr villtum íslenskum jurtum sem eru handtíndar í hreinni náttúru Vestfjarða þegar virkni þeirra er hvað mest.

 

Vörurnar eru lífrænt vottaðar og án allra rotvarna-, ilm- og litarefna. Niðurstöður rannsókna frá Matís sýna að „framleiðsla smyrslanna frá Villimey er í samræmi við ströngustu kröfur varðandi hreinlæti og vönduð vinnubrögð. Engum rotvarnarefnum er bætt í smyrslin. Þau innihalda náttúrulega rotvörn sem kemur frá jurtunum.“


Fyrir hvað stendur „Vottuð vara“?

Vörurnar frá Villimey eru lífrænt vottaðar af Vottunarstofunni Túni sem gefur út reglur um lífrænar aðferðir í framleiðslu landbúnaðar- og náttúruafurða. Reglur Túns miðast við íslenskar og evrópskar lagareglur um sama efni.

Lífrænt vottaðar vinnslustöðvar uppfylla kröfur um innihald afurða, uppruna og aðgreiningu hráefna, gæðastýringu og fleira sem reglur kveða á um. Ef inni­haldsefni upprunnin úr landbúnaði eru a.m.k. 95% vottuð lífræn og það sem á vantar eru svonefnd „leyfileg innihaldsefni af hefðbundnum uppruna“, er heimilt að votta viðkomandi vöru sem „lífræna“. Ef slík efni eru undir 95% en ná þó 70% er einungis heimilt að vísa til lífrænna aðferða í innihalds­lýsingum.

Vörurnar frá Villimey eru með 100% lífræna vottun.